sudurnes.net
Segir lögreglu ekkert aðhafst í bílþjófnaðarmáli þrátt fyrir að upplýsingar liggi fyrir - Local Sudurnes
Auglýst hefur verið eftir Volvo bifreið sem var stolið frá Toyota-umboðinu í Reykjanesbæ í ýmsum Facebookhópum undanfarið, en svo virðist sem bíllinn hafi verið tekinn ófrjálsri hendi fyrir um þremur vikum síðan, samkvæmt auglýsingunni. Fram kemur í auglýsingunni að upplýsingar um hinn meinta bílþjóf liggi fyrir þar sem viðkomandi hafi fengið bifreiðina til reynsluaksturs en ekki skilað henni og því skilið eftir upplýsingar, en að Lögregla hafi þrátt fyrir það ekkert gert til að hafa upp á bifreiðinni og meintum þjófi. Þá er fólk beðið um að hafa augun opin og hafa samband í síma 420-6600 verði menn varir við bifreiðina í umferðinni. Númerið á bílnum er LU 892. Meira frá SuðurnesjumLögregla leitar að heimili fyrir kettlingaMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnGuðbrandur Einarsson verður forseti bæjarstjórnar ReykjanesbæjarFlugáhöfn sá sér ekki annað fært en að binda ölvaðan farþega niður í sætiðLögreglan fær nýja bíla – Hannaðir til að auka ör­yggi lög­reglu­mannaGóð þátttaka í Skessumílunni sem verður árlegur viðburðurUm 160 vinnuskólastarfsmenn gerðu sér glaðan dag í GarðiBreytingar á Heilsugæsluvakt HSS um helgarDrög að svari frá lífeyrissjóðum liggja fyrir – Búist við löngum bæjarstjórnarfundiGrindavík-KR í kvöld – Ágóðinn af miðasölunni rennur til fjölskyldu Ölmu Þallar