Nýjast á Local Suðurnes

Sbarro opnar á KEF

Veitingastaðurinn Sbarro hefur opnað á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða svokallað pop-up rekstrarrými á verslunar- og veitingasvæði sem verður starfrækt tímabundið á flugvellinum. Boðið verður upp á úrval af nýbökuðum pizzum og pastaréttum ásamt sérstökum morgunverðarréttum.

„Opnun Sbarro hefur farið fram úr væntingum og við upplifum mikla ánægju viðskiptavina með veitingastaðinn,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildastjóri verslana og veitinga hjá Isavia, í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Sbarro veitingastaðurinn verður til eins árs á fyrstu hæð í suðurbyggingu Keflavíkurflugvallar og mun þjónusta farþega sem eru á leið frá landa utan Schengen-svæðisins. Sbarro er einnig með útibú í 10-11 í komusal Keflavíkurflugvallar.