Nýjast á Local Suðurnes

Sautján ára fær 210 þúsund króna sekt

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært allmarga ökumenn fyrir umferðalagabrot í annars ágætu umdæmi undanfarna daga. Til að mynda mældist sautján ára ökumaður á hvorki meira né minna en 147 kílómetra hraða á Reykjanesbraut og ók hann hraðast þeirra sem kærðir voru fyrir hraðakstur.

Í lögreglufréttum dagsins kemur fram að ökumannsins unga bíði sektargreiðsla upp á 210 þúsund krónur og ökuleyfissvipting í einn mánuð. Lögregla tilkynnti forráðamanni hans um atvikið.

Þá voru, líkt og undanfarnar vikur, nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.