sudurnes.net
Sat fastur á grjóti á hringtorgi - Local Sudurnes
Helgin var að venju annasöm hjá lögreglunni á Suðurnesjum, en á meðal þess sem menn þar á bæ þurftu að huga að var bifreið sem ekið var upp á hringtorg við Njarðarbraut. Þar endaði hún ofan á grjóti og sat föst, það föst að kalla þurfti út kranabifreið til að lyfta henni ofan af grjótinu og fjarlægja hana. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af rúmlega þrítugum ökumanni sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi. Tveir ökumenn voru svo grunaðir um fíkniefnaakstur og hafði annar þeirra fíkniefni í fórum sínum. Meira frá SuðurnesjumVill afsökunarbeiðni frá formanni bæjarráðsPáll Jóhann hættir á þingi eftir núverandi kjörtímabil – Silja Dögg gefur kost á sér áframHristi próteindrykkinn hressilega og var stöðvaður af lögregluLögregla kom að ölvuðum og steinsofandi ökumanni undir stýriTeknir með kannabis í krukkuHreingerningarfólk fann talsvert magn af fíkniefnumFullur á ferðinni með farþega á vélarhlífinniGrunaðir um ölvun við akstur á of miklum hraða með aðra bifreið í eftirdragiRóbert fer í greiningu á sameiningarkostumFullir festust á kantsteini – Dráttarbifreið þurfti til að fjarlægja bifreiðina