Nýjast á Local Suðurnes

Sara enn á meðal tekjuhæstu crossfit-keppenda heims

Mynd: VW

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sæti á lista yfir þær konur sem hafa þénað hvað mest verðlaunafé í crossfit það sem af er ári. Sara hefur nælt í 119 þúsund dali eða 16,8 milljónir króna á árinu. Árangurinn verður að teljast sérlega góður í ljósi þess að Sara komst ekki í úrslit á Heimsleikunum í íþróttinni, en sú keppni gefur langmest í aðra hönd.

Samkvæmt listanum sem Morning Chalk Up tók saman eru þó ýmsir fyrirvarar, en til að mynda eru þær mótaraðir sem ekki gáfu sæti á Heimsleikanum ekki reiknaðar með í dæmið þannig að tekjur Söru af verðlaunafé eru því líklega umtalsvert hærri þar sem hún náði góðum árangri á Dubai Crossfit Championship og Rogue Invitional, en þau mót eru ekki reiknuð með í dæmi Morning Chalk up. Þá eru styrktarsamningar við fyrirtæki heldur ekki teknir með í dæmið, en Sara er meðal annars á mála hjá Nike og Volkswagen.

Listi yfir tekjuhæstu konurnar samkvæmt Morning Chalk Up:

  • Tia-Clair Toomey – $415,080
  • Katrin Davidsdottir – $136,020
  • Sara Sigmundsdottir – $119,020
  • Kari Pearce – $110,020
  • Haley Adams – $71,962