Nýjast á Local Suðurnes

Sandgerðisbær auglýsir tillögur að deiliskipulagi

Bæjarráð Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi 14.7.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008 – 2024 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Tillagan gerir grein fyrir staðsetningu skólphreinsistöðvar og nýrri útrás fráveitu og frístundabyggð við Stafnes ásamt helstu skilmálum. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er auglýst tillaga að deiliskipulagi hreinsistöðvar við Djúpuvík og tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar við Bala á Stafnesi.

Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3, Sandgerðisbæ og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík frá og með 23. júlí til og með 3. september 2015. Tillöguna má einnig skoða á heimasíðu Sandgerðisbæjar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til og með 3. september.