Nýjast á Local Suðurnes

Samstarfsverkefni félagsþjónustu Reykjanesbæjar og lögreglu sagt framúrskarandi

Sér­stak­lega er fjallað um sam­starfs­verk­efni lög­regl­unn­ar og sveit­ar­fé­lag­anna, þar sem ráðist var í átak gegn heim­il­isof­beldi, í ný­út­kom­inni skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar Evr­ópu (OECD). Þar eru framúrsk­ar­andi ný­sköp­un­ar­verk­efni kynnt. Verklagið var fyrst þróað sem samstarfsverkefni félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Lögreglunnar á Suður­nesj­um og tekið upp í fram­hald­inu hjá öðrum lög­reglu­yf­ir­völd­um.

Frá þessu er greint á vef mbl.is, en þar kemur einnig fram að Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in hafi valið ís­lenska sam­starfs­verk­efnið sem fyr­ir­mynd varðandi það hvernig hægt er að breyta rót­grónu kerfi til hins betra.

Í skýrsl­unni, sem lesa má á vef lög­regl­unn­ar, er greint frá því hvernig lög­regl­an og sveit­ar­fé­lög­in tóku upp nýtt verklag í þess­um mála­flokki og sendu út þau skila­boð að heim­il­isof­beldi er ekki liðið.