sudurnes.net
Samstarfssamningur um endurbætur á Vatnsnesvegi 8 - Gæti orðið "Höfði" Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Reykjanesbær og Steinþór Jónsson fyrir hönd KEF ehf. hafa undirritað samstarfssamning um endurbætur og nýtingu á Vatnsnesvegi 8 sem sveitarfélagið fékk í dánargjöf frá Bjarnfríði Sigurðardóttur árið 1974. Í erindi, sem fylgdi tilboði í fasteignina, kemur fram að tilboðsgjafi sé reiðubúinn til viðræðna við sveitarfélagið á þeim forsendum sem lýst er í auglýsingu. Vísað var til þess að væntingar þeirra lúta að því að hægt verði að eiga með sér samstarf um lagfæringar á útliti og umhverfi hússins. Fram kom vilji til þess að tengja atvinnustarfsemi í nágrenninu við Vatnsneshúsið með hellulögn svo að þjónusta og endurbætur fari saman. Var óskað eftir viðræðum um það hver nýting húsnæðisins gæti verið fyrir Steinþór, atvinnufyrirtæki í nágrenninu og samfélagið allt. Tillaga Steinþórs miðaði við að húsið yrði notað sem móttökusvíta, fundarherbergi eða sýningarsalur. Jafnvel kaffihús með léttum veitingum og gæti verið ,,Höfði“ Reykjanesbæjar þar sem stærri fundir og móttökur gætu farið fram. Nýting sem þessi myndi því samhliða geta verið lítið byggðasafn, sögusýning hússins sem og bæjarfélagsins og annarra þátta sem myndu tengjast í tíma og rúmi. Í erindinu kemur fram að það sé vilji til að halda sögu hússins í heiðri og í þeim anda sem eigendur hússins höfðu í huga [...]