sudurnes.net
Samkeppniseftirlitið rannsakar áformaða gjald­töku Isa­via - Local Sudurnes
Sam­keppnis­eft­ir­litið hefur ákveðið að taka kæru Gray Line á hendur Isavia vegna gjald­töku af hóp­ferðabíl­um við flug­stöðina á Kefla­vík­ur­flug­velli til meðferðar og hefja rann­sókn. Frummat Samkeppniseftirlitsins sýnir að fyr­ir­huguð gjald­taka muni að óbreyttu leiða til mik­ill­ar verðhækk­un­ar á farþega­flutn­ing­um til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Isa­via til­kynnti í des­em­ber síðastliðnum að fé­lagið ætlaði að hefja gjald­töku af hóp­ferðabíl­um sem sækja farþega á svo­kölluð fjar­stæði við flug­stöðina. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyr­ir minni bíla og 19.900 kr. fyr­ir stærri bíla. Í til­kynn­ingu frá Gray Line segir að í bréfi Sam­keppnis­eft­ir­litsins til fyrirtækjanna komi fram að Samkeppniseftirlitið hafi heim­ild til að taka ákv­arðanir um frestun gjaldtökunnar til bráðabirgða ef senni­legt þykir að viðkom­andi hátt­semi fari gegn ákvæðum sam­keppn­islaga eða raski sam­keppni. Meira frá SuðurnesjumMisstu aðstöðu fyrir hópferðabíla við FLE – Halda áfram að þjónusta flugfarþegaRútuferðir frá FLE til Akureyrar frestast vegna tafa við uppsetningu á bókunarvélumÞjónusta skerðist og sameininga leitað við önnur sveitarfélög verði skipuð fjárhaldsstjórnHvatagreiðslur hækka og nýtt fyrirkomulag tekið uppSkoða möguleika á lúxusrútuferðum frá Keflavíkurflugvelli til AkureyrarStofna notendaráð fatlaðs fólksEinkavæðing og skerðing á þjónustu verði skipuð fjárhagsstjórn yfir ReykjanesbæNotast við ferjusiglingar fari allt á versta vegGætu þurft að greiða allt að hálfri milljón á dag fyrir stæði við flugstöðinaAldrei meiri umferð – Um [...]