Nýjast á Local Suðurnes

Samkaup gefur starfsfólki 150 milljóna bónus

Verslun Nettó við Krossmóa

Stjórn Samkaupa hefur ákveðið að verja um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Pakkinn er sagður ná til allra 1400 starfsmanna samsteypunnar, sem starfa í 61 verslun um land allt; meðal annars Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Iceland og Samkaup

Frá þessu var greint í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Pakkinn felur meðal annars í sér aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og „andlega upplyftingu“ hjá Heilsuvernd. Þá fá starfsmenn auka orlofsdag á launum.

Þar að auki munu starfsmennirnir fá annars konar uppbót, eftir að faraldrinum lýkur. Sá hluti pakkans sé með áherslu á sumarorlof starfsmanna og er unninn með samstarfsaðilum Samkaupa svo sem hótelum, veitingastöðum, bílaleigum, kvikmyndahúsum og svo eitthvað sé nefnt.