sudurnes.net
Samið um rekstur Flugeldhúss til tólf ára - Local Sudurnes
Icelandair hefur samið við fyrirtækið Newrest Group um rekstur flugeldhúss Icelandair á Keflarvíkurflugvelli. Samningurinn er til tólf ára. Newrest tekur við rekstrinum 1. febrúar næstkomandi. Flugeldhúsið er eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi en þar eru framleiddar veitingar sem flugfélagið býður upp á í flugi. Fjöldi fólks af Suðurnesjum starfar hjá Flugeldhúsi Icelandair og svo virðist sem það muni halda vinnunni, miðað við orð forstjóra Icelandair í fréttatilkynningu. „Enda býr starfsfólk eldhússins okkar á Keflavíkurflugvelli yfir gríðarlega mikilli reynslu og þekkingu sem mun nýtast nýjum rekstraraðila, og þar með Icelandair, vel til langrar framtíðar,“ segir forstjórnn og bætir við að Newrest sé eitt af fremstu fyrirtækjum heims í rekstri flugeldhúsa og þeir séu þú þegar í samstarfi við fjölda alþjóðlegra flugfélaga á borð við SAS, Delta, United Airlines og Air Canada. Mynd: Icelandair Meira frá SuðurnesjumMikil umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið – Fylgstu með í rauntíma!Hundrað þúsund farþegar hafa nýtt sér Íslandsflug Delta AirlinesFlugakademía Keilis stofnar Flugklúbb Helga JónssonarMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkStjórnendur Airport Associates funda með starfsfólkiFyrsta kísilmálmverksmiðjan í Helguvík gangsettVolkswagen semur við Verne Global – Nýta sér ofurtölvur við hönnunNýr aðili sér um flugafgreiðslu PlaySamið um starfslok við Helga – Þórður tekur við forstjórastarfinu hjá United SiliconKalla þurfti [...]