Nýjast á Local Suðurnes

Samið um 100 milljóna framkvæmdir við Vatnaveröld

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka tilboði verktakafyrirtækisins Arnarhvols að upphæð 99.967.665 krónur í endurbætur á útisvæði við Vatnaveröld.

Fyrirtækið var það eina sem sendi inn tilboð í verkið þegar það var boðið út og var tilboðinu hafnað á þeim tíma. Fyrirtækinu gafst kostur á að endurskoða fyrra tilboð sem var og gert og var því tekið.

Kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar hljóðaði upp á 98.122.268 króna.