Nýjast á Local Suðurnes

Samherji hefur varið tugum milljóna í rannsóknir í Helguvík

Samherji fiskeldi hefur varið tugum milljóna króna í boranir í Helguvík á undanförnum vikum. Fyrirtækið vinnur að frumathugunum sem snúa að annars vegar magni og hins vegar hitastigi grunnvatns og jarðsjávar á svæðinu vegna fyrirhugaðs laxeldis.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður muni liggja fyrir um eða upp úr næstu mánaðamótum, samkvæmt frétt Markaðarins.

Ef af verkefninu verður gera áætlanir Samherja ráð fyrir því að slátra allt að 20 tonnum af laxi daglega og senda á erlenda markaði með flugi, að því er heimildir Markaðarins herma. Það þýðir að árleg framleiðslugeta gæti orðið yfir 7.000 þúsund tonnum, ef slátrað er allflesta daga ársins. Núverandi framleiðslugeta Samherja í laxeldi er um 1.500 tonn samkvæmt heimasíðu Samherja. Því myndi eldið í Helguvík margfalda framleiðslugetu fyrirtækisins.