Nýjast á Local Suðurnes

Saka bílastæðaþjónustu um glæfraakstur á bílum viðskiptavina

Mynd: Skjáskot Fréttablaðið

Bíla­stæða­þjónustan Base Parking á Kefla­víkur­flug­velli er sökuð um ó­lög­lega starfs­hætti með því að taka bíla við­skipta­vina sinna og aka þeim í leyfis­leysi. Frá þessu er greint í ítarlegri umfjöllun Frétta­blaðsins sem hefur undir höndum mynd­bönd sem sýna starfs­menn fyrir­tækisins keyra bílunum af miklu gá­leysi.

Á mynd­böndunum sjást starfsmennirnir meðal annars aka glannalega, keyra á sjálf­stýrðum bíl án öku­manns og spóla á malar­vegi. Eigandi bílastæðaþjónustunnar vísar öllum á­sökunum á bug, en um­rædd mynd­bönd og umfjöllun Fréttablaðsins má sjá hér.