Nýjast á Local Suðurnes

Safna undirskriftum fyrir feðgin sem á að senda úr landi – Hafa komið sér vel fyrir í Reykjanesbæ

Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa úrskurðað að feðgin, sem sóttu um hæli hér á landi og hafa komið sér fyrir í Reykjanesbæ, skuli send úr landi. Þau sækja nú nauðavörn fyrir dómstólum og hafa hjálparsamtökin Solaris sett í gang undirskriftasöfnun þeim til stuðnings.

Á þriðja þúsund manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnuninni, sem afhent verður Útlendingastofnun á næstu dögum.

Suðurnes.net hefur áður fjallað um málefni fjölskyldunnar, en í þeirri umfjöllun kemur fram að verði feðginin send úr landi munu þau verða send til Þýskalands, en þaðan eru Afganir nær undantekningalaust sendir til Afganistan, hvort sem þeir bjuggu þar eða í Íran áður.

Í viðtali við feðginin sem birt var á heimasíðu óformlega samstöðuhópsins Ekki fleiri brottvísanir kemur fram að dóttirin, sem er á þrettánda ári sjái um allt sem þarf til þess að komast gegnum hversdaginn í íslenska hæliskerfinu – Auk þess að sjá um innkaup, þrif og þessháttar, þar sem faðirinn er slasaður á fæti.

Í viðtalinu, sem er að finna hér fyrir neðan kemur einnig fram að feðginin hafi óskað eftir aðstoð félagsþjónustu Reykjanesbæjar við úrlausn sinna mála, en þar hafið þau komið að tómum kofanum og einu svörin sem þau hafi fengið hafi verið: “Ef ykkur líkar þetta ekki, þá getið þið farið til Afganistan.”