Nýjast á Local Suðurnes

Sælgæti troðið framan í smettið á krökkunum á Nettómóti

Inga Birni Ingasyni tónlistarmanni blöskraði verulega þegar hann sá hversu gífurlegt magn af sætindum stóð til boða á Nettó-mótinu í körfubolta sem haldið var í Reykjanesbæ um helgina. Hann skrifaði opna færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli.

“Bjórbumbu-hamborgararassinn ég er ekkert eitthvað svakalega fanatískur á að það séu einhver sætindi seld þar sem að börn eru, foreldrar bera sjálf ábyrgð á hvað telja við hæfi fyrir sitt barn, en þetta þoli ég ekki! Þetta er ALLTAF svona á íþróttamótum, sama hvort það er fótbolti, körfubolti, fimleikar eða hvað þetta sprikl allt nú heitir. Alltaf verið að troða sælgæti framan í smettið á krökkunum.” Segir í Facebook-færslu Inga.

Hann spyr svo í lok færslunnar hver verði næstu skref á mótum sem þessum:

„Viljið þið ekki bara bæta við amfetamín díler á kantinn líka? Finnst öllum þetta kannski bara í lagi?“

Myndin sem Ingi birti með opinni Facebook-færslu sinni er tekin í Heiðarskóla

Myndin sem Ingi birti með opinni Facebook-færslu sinni er tekin í Heiðarskóla

DV greinir frá málinu í morgun og segir Ingi í samtali við vefinn að þó hann sé ósáttur við framboðið á sælgæti á mótum sem þessum þá séu Nettó-mótin með þeim skemmtilegri og afar vel heppnuð.

„Þetta er allt gott fólk sem er að vinna gott starf á svona mótum, sem að eru alltaf mjög skemmtileg, þar með talið Nettó mótið að sjálfsögðu. Vel heppnað mót og allir krakkarnir fara þaðan með góðar minningar.“