sudurnes.net
Rýmri heimildir fyrir Grindvíkinga - Local Sudurnes
Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur ákveðið, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um, að íúar í Grindavík fái rýmri heimildir til þess að fara inn í bæinn til að sækja eigur sínar en verið hefur. Þetta kemur fram í tilkynningu og seg­ir þar ákvörðunin hafi verið tek­in í kjöl­far nýrra upp­lýs­inga frá Veður­stofu Íslands. Lík­ur á skyndi­legri gosopn­un inn­an bæj­ar­marka Grinda­vík­ur hafi farið minnk­andi með hverj­um degi og að þær séu í dag tald­ar litl­ar. Einnig er tekið fram í tilkynningunni að öðrum sé óheim­il för inn í bæ­inn. Eft­ir­far­andi regl­ur eru látn­ar fylgja: Íbúum verður heim­ilt að fara inn í Grinda­vík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eig­um sín­um. Á meðan ekk­ert breyt­ist til verri veg­ar verður Grinda­vík­ur­bær op­inn íbú­um frá klukk­an 9 að morgni, til klukk­an 16.00. Þá er bær­inn rýmd­ur. Fimmtu­dag­inn 23. nóv­em­ber opn­ar bær­inn ekki fyrr en klukk­an 11.00 sbr. þegar hættu­stig tek­ur gildi.Áfram er farið fram á að íbú­ar Grinda­vík­ur skrái sig á is­land.is og fái þar heim­ild til þess að fara inn. Hún mun ber­ast án taf­ar.Grinda­vík er lokuð fyr­ir óviðkom­andi um­ferð.Fjöl­miðlum er heim­ilaður aðgang­ur. Meira frá SuðurnesjumFá fimm mínútur til að sækja nauðsynjar – Svona fer aðgerðin fram!Grindvíkingum ekki hleypt inn í bæinn um [...]