sudurnes.net
Rúmlega 700 skjálftar það sem af er degi - Sá stærsti mældist 4,5 - Local Sudurnes
Í nótt hófst jarðskjálftahrina norðan við Grindavík og hafa rúmlega 700 jarðskjálftar mælst það sem af er degi. Stærsti skjálftinn mældist kl. 8:18 og var 4,5 að stærð og sá næststærsti varð kl. 5:35 og mældist 3,9 að stærð. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að þessir skjálftar hafa fundist víða á Reykjanesskaga og Höfuðborgarsvæðinu. Áfram er talsverð smáskjálftavirkni á svæðinu og ekki er útilokað að skjálftar af svipaðri stærð og í morgun eigi sér stað aftur. Síðast mældust skjálftar af svipaðri stærðargráðu á Reykjanesskaga í júlí á þessu ári, segir á vef Veðurstofunnar. Meira frá SuðurnesjumJarðkjálfti að stærð 3,8 fannst víða á SuðurnesjumStöðvaður á leið til Grænlands með 700 grömm af hassiMikil skjálftavirkni á ReykjanesiKeflavík getur tryggt sér sæti í Pepsí-deildinni í kvöldBeinar útsendingar frá leikjum Keflavíkur í knattspyrnuStór gikkskjálfti nærri KeiliSnarpur skjálfti fannst víðaEinnar línu kerfi á að stytta biðtíma og stórbæta þjónustu strætóOpinn íbúafundur um skipulagstillögurÍAV bauð best í 5,3 milljarða verkefni á Keflavíkurflugvelli