sudurnes.net
Rotaðist við að færa þakplötu - Local Sudurnes
Nokkr­ar til­kynn­ing­ar um slys hafa borist lög­regl­unni á Suður­nesj­um á síðustu dög­um. Kona sem gekk á tösku­kerru í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar hrasaði og slasaðist á hné. Hún var flutt með sjúkra­bif­reið til lækn­is. Önnur kona sem var að tína speg­il­brot upp af gólfi skarst illa á hendi og var flutt á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja. Karl­maður sem hélt ásamt öðrum á þak­plötu sem fokið hafði í óveðrinu fyr­ir helgi varð fyr­ir því óhappi að vind­hviða feykti hon­um til svo hann datt og rotaðist. Hann var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á HSS til skoðunar. Meira frá SuðurnesjumFótbrotnaði í fjórhjólaslysiTeknir með umtalsvert magn af þýfi – Ekki nógu sterkir til að stela öllu sem þeir vilduÖkumaður bifhjóls féll í götunaÞriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut – Ökumennirnir sluppu allir ómeiddirFerðamenn slösuðust í flugstöðinniErlendir aðdáendur norðurljósa ollu árekstri á GrindavíkurvegiBoraði í gegnum höndina á sérKeflavíkurflugvelli lokað eftir að flugvél rann út af flugbrautTvær bílveltur og fjórhjólaslys á Suðurnesjum um helginaGrunaður um ölvunarakstur valt ofan í skurð