Nýjast á Local Suðurnes

Röskun á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs

Myndin tengist fréttinni ekki

Töluverð röskun hefur verið á flugi frá Keflavíkurflugvelli í morgun vegna veðurs og má búast við röskunum á flugi áfram í dag, 3. október, samkvæmt vef Isavia. Hægt er að fylgjast með uppfærslum á flugtímum á vef Isavia eða fá flugtilkynningar með Messenger eða Twitter. Frekari upplýsingar má nálgast hjá flugfélögunum.

Nánari upplýsingar um takmarkanir vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli

  • Vindhviður yfir 40 hnúta (um 20 m/s)  – ekki heimilt að nota landgöngubrýr á stæði 12 af öryggisástæðum þ.e. til að tryggja öryggi farþega og koma í veg fyrir slys á fólki
  • Vindhviður yfir 50 hnúta (tæpir 26 m/s) – allar landgöngubrýr teknar úr notkun af öryggisástæðu þ.e. til að tryggja öryggi farþega og koma í veg fyrir slys á fólki
  • Notkun stigabíla er á hendi flugþjónustuaðila á flugvellinum og þá í samráði við viðkomandi flugfélög

Lendi loftfar við þær aðstæður að ekki er heimilt að nota landgöngubrýr skal flugvél bíða á vellinum þar til vindstyrkur fer niður fyrir viðmiðunarmörk. Afgreiðsla loftfars sem komið er á stæði er á ábyrgð flugrekanda og flugafgreiðsluaðila.