sudurnes.net
Róbert fer í greiningu á sameiningarkostum - Local Sudurnes
Sveitarstjórnarfólk í Vogum ræddi á dögunum tillögu þess efnis að Sveitarfélagið fái Róbert Ragnarsson ráðgjafa til að vinna valkostagreiningu um mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög. Tillagan var samþykkt og því mun vinna við valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga fara fram. Fulltrúi D-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fulltrúi L-lista lagði fram bókun vegna málsins: L-listinn fagnar því að loksins skuli vera farið að athuga með þessa möguleika þó betra hefði verið að gera það kannski fyrr og áður en fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri orðin þetta slæm og staða okkar til samninga minnkað til muna. L-listinn hefur ætíð (frá upphafi 2010) viljað skoða sameiningarmöguleika sem gætu verið til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins. Meira frá SuðurnesjumPáll Jóhann hættir á þingi eftir núverandi kjörtímabil – Silja Dögg gefur kost á sér áframGrunaðir um ölvun við akstur á of miklum hraða með aðra bifreið í eftirdragiSandgerðisbær vinnur áfram í gúmmíkurlsmálumBæjarstjóri telur að nú sé tæki­færi til að lækka álög­ur á íbúaFullur flugfarþegi með hótanir og dónaskap fékk tiltal frá lögregluHilma og Sigurgestur til ReykjanesbæjarStolið fyrir hundruð þúsundaPáll Óskar fræddi vinnuskólakrakka um eineltiVímaður ökumaður endaði á skilti eftir eftirför lögregluÍbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjar