sudurnes.net
Ríkið eignast meirihluta í Keili - Local Sudurnes
Ríkissjóður mun leggja 190 milljónir sem hlutafé í menntafyrirtækið Keili á Ásbrú og tekur í þannig við sem meirihlutaeigandi félagsins gegn því að sveitarfélögin á Suðurnesjum leggi einnig til viðbótarhlutafé. Þetta kemur fram í bréfi frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær, en greint er frá þessu á vef RÚV. Þar er farið fram á staðfestingu þess að sveitarfélögin á Suðurnesjum séu sameiginlega reiðubúin að leggja til 180 milljónir í viðbótarhlutafé. Bæjarráð Reykjanesbæjar segir í bókun að það fagni aðkomu ríkisins og taki vel í erindið. Formanni bæjarráðs var í framhaldinu falið að ræða við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum um þátttöku í verkefninu. Þá stendur til að ríkissjóður leggi til 80 milljónir á ári næstu þrjú árin til Flugakademíu Keilis að uppfylltum tilteknum skilyrðum til stuðnings flugnáms í landinu. Meira frá SuðurnesjumGert er ráð fyrir hagnaði hjá Reykjaneshöfn á næsta áriKaupa þjónustu af Reykjanesbæ næstu þrjú árinBryndís Jóna ráðin skólastjóri HeiðarskólaAldrei verið fleiri keppendur frá UMFG á Unglingalandsmóti UMFÍGeggjað útsýni frá 190 milljóna einbýli – Sjáðu myndirnar!Haraldur Freyr og Magnúsar hætta hjá KeflavíkBreyttar áherslur hjá Reykjanesbæ – Makar fara ekki með á vinabæjarmótAbltak bauð lægst í niðurrif á gömlu flugstöðinniNokkrir aðilar í sóttkví á SuðurnesjumGrindvíkingar [...]