sudurnes.net
Reyndu að taka myndir undir pils flugfreyja - Local Sudurnes
Farþegi sem var á leið í flug frá Keflavíkurflugvelli til Alicante um helgina varð af ferðinni vegna ölvunar og óspekta, fyrst í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og síðan inni í flugvélinni áður en hún tók á loft. Viðkomandi æstist enn frekar við að fá ekki að fara með vélinni svo grípa varð til þess ráðs að flytja hana á lögreglustöð til vistunar þar til af henni bráði. Áður hafði lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af hópi erlendra karlmanna sem voru að koma með flugi frá Berlín. Voru þeir staðnir að því að taka videomyndir af flugfreyjum við störf sín á síma sem þeir létu síga niður að gólfi meðfram sætunum þannig að myndavélin snéri upp við tökuna. Lögreglumenn höfðu upp á handhafa símans og reyndist hann hafa haft lítið erindi sem erfiði með upptökunum. Kvaðst hann sjá mjög eftir þessu, baðst afsökunar og eyddi öllu efninu úr símanum í viðurvist flugfreyja og lögreglu. Meira frá SuðurnesjumHefði getað farið verr þegar flugvél feykti gámi á vinnuvélOddur V. Gíslason kominn með skútuna í tog – Skipverjar úrvinda af þreytuJólahús Sandgerðis 2016 – “Það vekur upp barnslega gleði að labba framhjá Heiðarbraut 4”Rise til Keflavíkur – Ætlað að styrkja liðið í baráttunni framundanSuðurnesjaliðin í [...]