sudurnes.net
Reyndi að smygla 106 pakkningum af kókaíni innvortis - Dæmdur í árs fangelsi - Local Sudurnes
Pólskur ríkisborgari, Lukasz Zbigniew Jesionek, hefur verið dæmdur í árs fangelsi og til greiðslu tæplega tveggja milljóna króna, fyrir innflutning á rúmu kílói af kókaíni og 39 töflum af vímuefninu MDMA, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin flutti Jesionek til Íslands, sem farþegi með flugi FI-521 frá Frankfurt í Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar. Málið vakti mikla athygli fyrir þær sakir að aldrei hefur fundist jafn mikið af fíkniefnum í líkama manneskju hér á landi, en kókaínið var í 106 pökkum í meltingarvegi mannsins og birti lögregla meðal annars röntgenmynd af fíkniefnunum í meltingarvegi mannsins á Facebooksíðu sinni. Í tilkynningu lögreglu sagði meðal annars: “Sú leið að reyna að smygla fíkni­efn­um þá leiðina [Innsk. blm.: Í gegnum flugstöðina] verður því að telj­ast mjög áhættu­söm fyr­ir þá sem það reyna. Að auki má minna á af­drif rúm­lega tví­tugs ís­lensks karl­manns sem kom með 42 pakkn­ing­ar inn­vort­is til lands­ins í októ­ber. Ein pakkn­ing­in tók að leka og var hann flutt­ur lífs­hættu­lega veik­ur með hraði á Land­spít­al­ann þar sem hann und­ir­gekkst rúm­lega þriggja klukku­stunda skurðaðgerð.“ segir í tilkynningu sem lögreglu sendi frá sér í kjölfar fréttar um að lagt hafi verið hald á 42 kíló af hörðum fíkniefnum í FLE á síðasta ári. Meira frá [...]