sudurnes.net
Reykjanesbraut lokuð vegna veðurs - Local Sudurnes
Vegagerðin hefur tilkynnt um lokun á Reykjanesbraut auk fjölda annara vega á landinu. Vestan stormur, 17-22 m/s er nú á Suðurnesjum og honum fylgir snjókoma, skafrenningur og þar af leiðandi er afar lítið skyggni. Lagast um tíma eftir hádegi, en versnar síðan aftur fram á kvöld. Eftirtaldir vegir eru lokaðir: Hellisheiði – Þrengsli – Biskupstungnabraut – Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Lyngdalsheiði – Fróðárheiði – Brattabrekka – Öxnadalsheiði – Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Vakin er sérstök athygli á að Reykjanesbraut er nú lokuð. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Uppfært kl. 17: Opnað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný. Nánari upplýsingar um færð og lokanir má finna hér. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnVeðurhvellur gengur yfir landið – Reykjanesbraut líklega lokað og flugferðum flýttLoka Reykjanesbraut og flugi aflýstBenda foreldrum á að fylgjast með veðurspám – Allt að 40 m/s í hviðumRok og rigning í kvöld og nótt – Má búast við 18-20 m/s á SuðurnesjumBúist við stormi og talsverðri rigningu á morgunLoka fyrir umferð að gosstöðvunum af öryggisástæðumJarðkjálfti að stærð 3,8 fannst víða á SuðurnesjumHálka og slæmt skyggni á vegumAmarosis endaði í þriðja sæti