Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbraut lokuð vegna veðurs

Vegagerðin hefur tilkynnt um lokun á Reykjanesbraut auk fjölda annara vega á landinu. Vestan stormur, 17-22 m/s er nú á Suðurnesjum og honum fylgir snjókoma, skafrenningur og þar af leiðandi er afar lítið skyggni. Lagast um tíma eftir hádegi, en versnar síðan aftur fram á kvöld.

Eftirtaldir vegir eru lokaðir: Hellisheiði – Þrengsli – Biskupstungnabraut – Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Lyngdalsheiði – Fróðárheiði – Brattabrekka – Öxnadalsheiði – Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu.

Vakin er sérstök athygli á að Reykjanesbraut er nú lokuð.

Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður.

Uppfært kl. 17: Opnað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný. Nánari upplýsingar um færð og lokanir má finna hér.