Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær vill fá ábendingar frá íbúum varðandi aðalskipulag

Innri - Njarðvík

Bæjarbúum gefst nú kostur á að koma með ábendingu, segja sína skoðun eða leggja til hugmynd fyrir endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar sem stýrihópur vinnur nú að.

Á íbúaþingi sem haldið var í Stapa 19. september sl. barst fjöldi góðra hugmynda. Unnið verður með allar þær hugmyndir, ábendingar og skoðanir sem berast og annar fundur haldinn fljótlega upp úr áramótum. Íbúum gefst kostur á að bæta í sarpinn fram til áramóta.

Nánari upplýsingar um hönnun og skipulag í Reykjanesbæ má nálgast hér og hugmynd er hægt að leggja inn hér.