sudurnes.net
Reykjanesbær undir lögbundið skuldaviðmið - "Þessi árangur næst ekki af sjálfu sér" - Local Sudurnes
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl síðastliðinn að vísa ársreikningnum til síðari umræðu þann 7. maí næstkomandi, en ársreikningurinn staðfestir að sveitarfélagið er á góðri leið með að ná þeim fjárhagslegu markmiðum sem stefnt hefur verið að undanfarin ár. Tekjur bæjarsjóðs héldu áfram að vaxa og voru 15,6 milljarðar, samanborið við 14,4 milljarða á árinu 2017 og jukust því um tæp 11 prósent á milli ára. Sveitarfélagið er því samkvæmt nýrri aðferð um útreikning skuldaviðmiðs búið að ná undir 150% lögbundið skuldaviðmið. Eftirfarandi bókun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Beinnar Leiðar, Samfylkingar og Framsóknarflokks var lögð fram á fundinum: „Ársreikningur Reykjanesbæjar staðfestir að sveitarfélagið er á góðri leið með að ná þeim fjárhagslegu markmiðum sem stefnt hefur verið að undanfarin ár. Niðurstaðan er mjög hagfelld og staðfestir að sú leið sem ákveðin var í Sókninni var hin rétta leið. Tekjur bæjarsjóðs héldu áfram að vaxa og voru 15,6 milljarðar, samanborið við 14,4 milljarða á árinu 2017 og jukust því um tæp 11 prósent á milli ára. Rekstrartekjur samstæðu voru skv. ársreikningi 23,2 milljarðar. Rekstrargjöld bæjarsjóðs voru 12,1 milljarður samanborið við 11,7 milljarða útgjöld á árinu 2017 og nemur hækkun gjalda tæpum 4% milli ára. Rekstrargjöld samstæðu voru skv. ársreikningi 16,6 [...]