sudurnes.net
Reykjanesbær um skýrslu Rögnunefndar: Furðulegt að ekki voru skoðaðir augljósir kostir - Local Sudurnes
Bæjarráð Reykjanesbæjar gerir athugasemdir við þá aðferð sem beitt var þegar skoðaðir voru kostir fyrir staðsetningu innanlandsflugs og koma fram í skýrslu svokallaðrar Rögnunefndar. Telja verður furðulegt að ekki voru skoðaðir þeir kostir sem augljósastir eru fyrir innanlandsflug þ.e. Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur. “Að komast að þeirri niðurstöðu að rétt sé að staðsetja nýjan flugvöll í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli með tilheyrandi kostnaði, er auðvitað óskiljanlegt, þegar nánast allir innviðir fyrir innanlandsflugið eru tilbúnir í Keflavík.” Segir í fundargerð bæjarráðs. Bæjarráð áréttar fyrri skoðun sína að ef og þegar ákveðið verður að flytja innanlandsflugið frá Reykjavík er Keflavíkurflugvöllur skynsamlegasti kosturinn. Meira frá SuðurnesjumMiðar á Söngvaskáld 2018 komnir í sölu – Tryggðu þér miða á afslætti!Hætta Covid sýnatökumBjóða upp á skyndihjálparnámskeið sem miðar að ungabörnumKnattspyrnudeild vantar framkvæmdastjóra sem fyrstFarþegar frá Nuuk farnir út áður en flugstöðin var rýmdWOW-air og Flugfélag Íslands aflýsa ferðum frá KeflavíkurflugvelliFundað fyrir luktum dyrum í Grindavík – Ræða starfslokasamning bæjarstjóraKvartað undan aðstæðum við hringtorgsframkvæmdirMest mun mæða á Reykjanesbraut – Gagnvirkt kort sýnir lokanirOrka náttúrunnar bauð best í rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla