Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær setur upp aðstöðu til reiðhjólaviðgerða

Mynd: Skjáskot Facebook

Reykjanesbær hefur sett upp aðstöðu sem almenningur getur nýtt sér til viðgerða á reiðhjólum. Stöðin er staðsett við Tjarnargötu, fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústoð, en þar er meðal annars hægt að pumpa í dekk reiðhjóla, auk þess að framkvæma smáviðgerðir.

Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs bæjarins greinir frá þessu í Facebook-hópnum Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri, en þar segist hann vonast til að fólk nýti sér aðstöðuna og að “viðgerðarstöðin” fái að vera í friði fyrir skemmdarvörgum.

 

Mynd: Skjáskot Facebook

Mynd: Skjáskot/Facebook