sudurnes.net
Reykjanesbær ræðst í aðgerðir vegna hertra samkomutakmarkana - Local Sudurnes
Reykjanesbær hefur ráðist í aðgerðir eftir að Ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni með hertum samkomutakmörkunum. Aðgerðirnar sem ráðist er í nú eru á línu við það sem gert var í fyrstu bylgu faraldursins. Hér fyrir neðan má finna lista yfir þær ráðstafanir sem þegar hefur verið gripið til í samræmi við nýjar leiðbeiningar. Skrifstofur velferðarsviðsLögð er áhersla á að halda uppi órofa þjónustu á velferðarsviði. Þar sem því verður við komið er áhersla lögð á að íbúar nýti sér rafræn samskipti í gegnum þjónustugátt sveitarfélagsins og starfsmenn veiti íbúum þjónustu eins mikið og hægt er í gegnum síma og fjarfundabúnað. Ráðhúsið verður áfram opið en takmarkaður fjöldi getur sótt þjónustu samtímis m.t.t. þess að fjöldatakmörk miðast nú við 20 manns. Björgin geðræktarmiðstöð Suðurnesja.Starfsemi endurhæfingar í Björginni færist yfir í Hvamm, Suðurgötu 15-17. Starfsemi athvarfsins verður áfram í aðalhúsinu Suðurgötu 14-16.Opnunartími er breyttur og verður frá 5. október 2020 kl. 10.00 – 14.00.Starfsfólk verður í báðum húsum og hægt er að ná í það símleiðis frá kl. 8.00-16.00.Það er áfram grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja 1 metra fjarlægð á milli einstaklinga. Nesvellir þjónustumiðstöð.Matsalur á Nesvöllum verður opinn með fjöldatakmörkunum og nauðsynlegt að skrá sig í [...]