Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær mun sjá um að skutla börnum á æfingar

Frístundabílar er nýtt verkefni sem hefur göngu sína í Reykjanesbæ næsta haust, en verkefnið gengur út á að Reykjanesbær mun sjá um að aka nemendum í frístundaskólum á íþróttaæfingar og tómstundir á hefðbundnum vinnutíma foreldra.

Gert er ráð fyrir fjármagni í verkefnið í fjárhagsramma íþrótta- og tómstundamála fyrir árið 2021.

Forsvarsfólk íþrótta- og tómstundahreyfingarinnar er hvatt til að huga strax að undirbúningi og aðlaga æfingatöflur að breyttu fyrirkomulagi þar sem verkefnið fer af stað haustið 2021.