Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær kannar kostnað við að sjá nemendum fyrir námsgögnum

Umræða um möguleikann á að Reykjanesbær sjá nemendum í grunnskólum bæjarins fyrir násmsgögnum fór fram á fundi Fræðsluráðs sveitarfélagsins, sem haldinn þann 26. ágúst síðastliðinn.

Á fundinum var tekið jákvætt í að Reykjanesbær sjái nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar fyrir námsgögnum og leggur ráðið til að gerð verði nánari úttekt á heildarkostnaði sveitarfélagsins.

Sandgerðisbær hóf að afhenda grunnskólanemendum öll námsgögn fyrir skólaárið sem nú er að hefjast, og er kostnaðurinn við verkefnið rétt tæpar tvær milljónir króna.