sudurnes.net
Reykjanesbær hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022 - Local Sudurnes
Þann 12.. október síðastliðinn tók Reykjanesbær við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA (Félags kvenna í atvinnurekstri). Viðurkenningin var afhent á ráðstefnunni sem félagið stóð fyrir og bar heitið „Jafnrétti er ákvörðun“ og var henni streymt beint á vefsíður RÚV. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn). Auk Reykjanesbæjar hlutu 59 fyrirtæki, 11 opinberir aðilar og 5 sveitarfélög viðurkenningu. Þetta er í annað sinn sem Reykjanesbær hlýtur þessa viðurkenningu. Kristinn Óskarsson „Þetta er mikilvæg viðurkenning fyrir okkur og er einn liður í jafnréttisstarfi okkar hjá Reykjanesbæ. Jafnrétti er ákvörðun“ sagði Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri sem tók við viðurkenningunni f Meira frá SuðurnesjumForsetahjónin litu víða við – Myndir!Ferskir vindar hljóta EyrarrósinaOpinber heimsókn forsetahjónanna – Heimsækja fjölmarga staði í ReykjanesbæMinnst lesið á árinu: Fáir áhugasamir um kísilver, forsetahjón og slagsmálatölfræði í körfunniMótmæla breyttu deiliskipulagi við Hafnargötu 12Breytingum hafnað í annað sinnMjótt á munum í íbúakosningum – Fleiri íbúar hlynntir breytingum á deiliskipulagiU18 landsliðið Norðurlandameistari í körfu – Suðurnesjadrengir stóðu sig velElvar Már tók málin í sínar hendur – Barry í átta liða úrslit í annað sinn í sögunniUnga fólkið vill aukna fræðslu – Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn