sudurnes.net
Reykjanesbær gerir fjölda athugasemda við frummatsskýrslu - Local Sudurnes
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur birt athugasemdir sínar við vegna frummatsskýrslu Stakksbergs ehf., Kísilverksmiðja í Helguvík – endurbætur. Mat á umhverfisáhrifum. Erindið hefur fengið nokkuð ítarlega umfjöllun. Fulltrúar Stakksbergs og skýrsluhöfundar komu á fund ráðsins þann 20. maí s.l. og fóru yfir efni frummatsskýrslunnar. Þann 5. júní var farið yfir Rýni á matsskýrslu fyrir kísilver dags 2. júní, greinargerð sem VSÓ rágjöf vann fyrir Reykjanesbæ. Þá voru einnig drög að umsögn lögð fram. Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs var lögð fyrir í morgun og samþykkt, en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar 11. júní 2020 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar efast um að breytingar þær sem áætlaðar eru til þess að gera verksmiðju Stakksberg í Helguvík rekstrarhæfa séu mögulegar án breytinga á deiliskipulagi og bendir auk þess á að núverandi byggingar eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Umhverfis- og skipulagsráð telur að neikvæð umhverfisáhrif fylgi áætluðum breytingum. Þær hafi í för með sér neikvæð sjónræn áhrif, neikvæð áhrif á loftgæði og þeim geti fylgt óþægindi og ónæði fyrir íbúa Reykjanesbæjar, auk þess að hafa mögulega neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í ljósi forsögunnar er umhverfis- og skipulagsráð ekki sannfært um að áætlaðar mótvægisaðgerðir, [...]