Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær eftirbátur annara sveitarfélaga á Suðurnesjum í leikskólamálum

Börn á landinu eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem BSRB lét vinna. Mikill munur er milli sveitarfélaga á Suðurnesjum í málaflokknum.

Ansi misjafnt er eftir landsvæðum hvenær börn komast inn á leikskóla, samkvæmt skýrslunni, en á Suðurnesjum og Suðurlandi, sem eru mikil vaxtasvæði eru börn almennt eldri þegar þau komast inn.

Samkvæmt yfirliti um aldursviðmið einstakra sveitarfélaga og á hve gömul börn eru að jafnaði þegar þau komast inn á leikskóla, sem birt eru í skýrslunni, kemur fram að í Reykjanesbæ sé viðmiðið 24 mánaða, í Suðurnesjabæ 18 mánaða og í Vogum 12 mánaða. Ekki eru til tölur um stöðuna í Grindavík.

Nánar verður fjallað um efni skýrslunnar og áætlanir Reykjanesbæjar um uppbyggingu leikskóla á næstu dögum.