Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær auglýsir eftir mannauðsstjóra

Reykjanesbær auglýstir starf mannauðsstjóra laust til umsóknar. Óskað er eftir kraftmiklum og metnaðarfulltum einstaklingi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk.

Það er Hagvangur sem sér um ráðningu mannauðsstjóra fyrir Reykjanesbæ. Mannauðsstjóri leiðir daglegan rekstur, uppbyggingu og þróun mannauðsmála í samstarfi við sviðsstjóra, deildastjóra og forstöðumenn stofnanna. Um er að ræða spennandi starf á miklum uppbyggingartímum. Starfið tilheyrir stjórnsýslusviði Reykjanesbæjar.

Helstu verkþættir:

  • Ábyrgð á þróun og eftirfylgni starfsmannastefnu Reykjanesbæjar
  • Ábyrgð á helstu mannauðsferlum – þróun þeirra, innleiðingu, þjálfun og umbótum
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur varðandi ráðningar, þjálfun, fræðslu og þróun starfsmanna
  • Aðkoma að launasetningu og málum er tengjast starfsmati.
  • Þátttaka í stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Yfirgripsmikil reynsla af mannauðsmálum
  • Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu
  • Reynsla og hæfni til að innleiða breytingar og stjórna þeim
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Sjálfstæði, góð skipulagshæfni og færni til að vinna í hóp

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is

Með því að smella á þennan tengil opnast starfsauglýsingin á vef Hagvangs í nýjum glugga.