Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbæ gert að afhenda upplýsingar um kostnað við árshátíð

Reykja­nes­bæ er gert að veita aðgang að reikn­ing­um sem gefn­ir voru út í til­efni af árs­hátíð Reykja­nes­bæj­ar árið 2017 sam­kvæmt niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál.

Bær­inn hafði áður synjað aðila um þess­ar upp­lýs­ing­ar á grund­velli þess að þær byggðust á einka-, fjár­hags- og viðskipta­mál­efn­um ein­stak­linga og lögaðila. Var synj­un bæj­ar­ins kærð til úr­sk­urðanefnd­ar um upp­lýs­inga­mál í janú­ar, sem úr­sk­urðaði ný­lega að bær­inn skyldi af­henda kær­anda umbeðin gögn, eft­ir að hafa afmáð úr þeim ban­ka­upp­lýs­ing­ar ein­stak­linga.

Suðurnes.net fjallaði um málið á sínum tíma og mun kostnaðurinn, við umrætt árlegt skemmtikvöld starfsfólks Reykjanesbæjar og maka þeirra hafa verið um níu milljónir króna, þar af var kostnaður við veitingar áætlaður um fimm milljónir króna og kostnaður við skemmtikrafta áætlaður á þriðju milljón króna.