sudurnes.net
Reykjanes Geopark á lista UNESCO - Local Sudurnes
Nú á dögunum var samþykkt fyrsta nýja áætlun UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, síðan að heimsminjaskráin var samþykkt 1972 en það er áætlun um Geoparka. Reykjanes Geopark verður því UNESCO Global Geopark, annar af tveimur á Íslandi og einn af 120 í heiminum. Er þessi samþykkt sannkölluð rós í hnappagat Reykjanes Geopark og þeirrar vinnu sem unnin hefur verið undanfarin ár af þeim flotta hópi sem að málefnum hans kemur. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Fréttatilkynning Reykjanes Geopark: „Ný áætlun var samþykkt á aðalráðstefnu UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fór fram í París 3.-18. nóvember. Áætlunin, UNESCO Global Geoparks, er sú fyrsta síðan Heimsminjaskráin var stofnuð árið 1972. Nýja samþykktin er tímabær viðurkenning stjórnvalda á mikilvægi verndunar jarðminja og landslags á heildrænan hátt. Með samþykktinni innleiddi UNESCO formlegt samstarf sem verið hefur á milli UNESCO og alþjóðlegra samtaka jarðvanga, Global Geoparks Network frá 2004. Í dag eru 120 jarðvangar sem tilheyra UNESCO, tveir þeirra eru á Íslandi, en það eru Katla og Reykjanes sem bera einhverjar mikilvægustu náttúruminjar landsins. Jarðvangar UNESCO búa yfir merkilegum jarðminjum á heimsvísu sem samanlagt skýra frá mótun lands frá upphafi og áhrif jarðfræðinnar á þróunarsögu, menningu og lífríki svæðanna. Jarðvangar eru því áhugaverð svæði vegna fræðslugildis, [...]