Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanes endaði í 5. sæti – Kjörin staðsetning fyrir rómantíska ferð

Undanfarnar vikur hefur tímaritið USA Today staðið fyrir kosningu meðal lesenda sinna á netinu um besta “Under-the-radar destination” sem sennilega má þýða sem “lítt þekktur áfangastaður fyrir rómantíska ferð”. Úrslit kosninganna voru kunngerð í dag og endaði Reykjanesið í 5. sæti. Verður það að teljast nokkuð góður árangur og viðurkenning fyrir svæðið sem vinsælan áfangastað ferðamanna, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Í umsögn um Reykjanesið á vef USA Today stendur:

“Located between Keflavík International Airport and Reykjavík, Iceland’s Reykjanes (meaning Smoky Point) Peninsula is home not only to the Blue Lagoon, but to other interesting sites – many based around active volcanoes. Mineral lakes, bubbling hot springs, coastal lava fields form part of the untamed landscape, drawing adventure seekers from around the world. Other activities include whale watching, ATV tours and helicopter flights over the otherworldly terrain. One of the area highlights is Valahnúkur, a mystical stretch of coastline where adventurers can scale the grassy banks and peer over the volcanic cliffs, where thousands of birds can be seen bobbing around in the ocean. Winds are treacherous in this area and care should be taken around the cliff edges.”