sudurnes.net
Rekstrarsamningar og uppbygging íþróttamannvirkja í nefndir - Local Sudurnes
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur sett af stað tvær nefndir sem munu annars vegar fara yfir rekstrarsamninga við íþróttafélögin og hins vegar uppbyggingu íþróttamannvirkja. Nefndirnar tvær munu koma með tillögur varðandi úrbætur í þeim efnum á fyrri hluta næsta árs. Þetta kemur fram í bókun meirihluta Reykjanesbæjar í kjölfar erindis frá körfuknattleiksdeild Keflavíkur hvar óskað var eftir fimm milljónum króna í styrk, en meirihluti lagði fram tillögu um að setja málin í tvær nefndir. Sú tillaga var samþykkt á fundinum. Margrét A. Sanders, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði á móti tillögu meirihluta um að setja málin í nefnd og gerði grein fyrir atkvæði sínu, eins og sjá má hér fyrir neðan, auk bókunar meirihlutans. „Sjálfstæðisflokkurinn telur að samþykkja eigi styrk til körfuknattleiksdeildar Keflavíkur strax skv. beiðni enda hefur verið fundað og unnið með þeim ásamt formanni Keflavíkur síðan í sumar. Ef að vísa átti þessu erindi til fjárhagsáætlunar næsta árs hefði átt að gera það strax.“ Bókun meirihlutans: „Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði þakka formanni íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur og formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir að gera grein fyrir stöðunni í körfuknattleiksdeildinni. Bæjarráð hefur í orði og verkum stutt aðalstjórnir íþróttafélaga sveitarfélagsins og deildina á undanförnum árum og þökkum við það mikla starf sem unnið [...]