sudurnes.net
Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir - Local Sudurnes
Fyrri umræða um ársreikning Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015 fór fram á fundi bæjarstjórnar þann 26. apríl síðastliðinn. Fram kom á fundinum að rekstraniðurstaða sveitarfélagsins var mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 216,3 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir afgangi upp á 57,5 milljónir króna. Eftirfarandi bókun var lögð fram á fundinum, en þar koma fram hestu tölur: Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 133,6 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir 17,2 milljónum króna í rekstrarafgang. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 216,3 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 57,5 milljónum króna í rekstrarafgang. Munar þar mestu um að rekstrartekjur eru 155,9 milljónum króna yfir áætlun. Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru: – Útsvar og fasteignaskattur eru 142,5 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. – Framlög Jöfnunarsjóðs eru 55,4 milljónum króna hærri en áætlun. – Aðrar tekjur eru 42,0 milljónum króna lægri en áætlun. – Laun- og launatengd gjöld eru 88,4 milljónum króna hærri en áætlun. – Annar rekstrarkostnaður er 67,4 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir. – Afskriftir eru [...]