Nýjast á Local Suðurnes

Rannsóknarstofnun á sviði öryggismála vill að varnarstöð verði opnuð á Keflavíkurflugvelli

Í nýrri skýrslu Center for Stra­tegic & In­ternati­onal Studies (CSIS), alþjóðlegr­ar rann­sókn­ar­stofn­un­ar á sviði ör­ygg­is­mála, í Washingt­on, kemur fram að rétt sé að opna ætti að nýju varn­ar­stöð bandaríska hersins í Kefla­vík og hefja þaðan eft­ir­lit með rúss­nesk­um kaf­bát­um í Norður-Atlants­hafi. Rannsóknarhópur á vegum CSIS hefur kannað frá því í fyrrahaust hvernig bregðast skuli við stórauknum ferðum rússneskra kafbáta á norðurslóðum.

Greint er frá skýrsl­unni á vefsíðu Varðbergs, sam­taka um vest­ræna sam­vinnu og alþjóðamál. Þar seg­ir að sam­kvæmt skýrsl­unni geti NATO og sam­starfs­ríki banda­lags­ins ekki á þess­ari stundu brugðist með skömm­um fyr­ir­vara við stór­aukn­um um­svif­um Rússa neðan­sjáv­ar á stór­um hluta Norður-Atlants­hafs og Eystra­salts.

Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og þar verði stofnað til samstarfs við Svía og Finna um varnir gegn kafbátum.