Nýjast á Local Suðurnes

Rannsókn kynferðisbrotamáls á skemmtistað á frumstigi

Rann­sókn lögreglunnar á Suðurnesjum á máli þar sem grun­ur leik­ur á að konu hafi verið byrluð ólyfjan á skemmti­stað í Reykja­nes­bæ og á henni brotið kynferðislega er skammt á veg komin og enginn er grunaður um verknaðinn enn sem komið er.

Þetta segir Jó­hann­es Jens­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­nesj­um, en hann vildi ekk­ert tjá sig um rann­sókn máls­ins að öðru leyti þegar mbl.is ræddi við hann.

Hann bætti þó við að mál þar sem fólki er byrluð ólyfjan komi ekki oft upp í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um.

Lög­regl­an ákvað að senda út til­kynn­ingu í gær vegna máls­ins til þess að fólk hefði var­ann á sér. Mik­il­vægt sé að vera vak­andi og fylgj­ast með vin­um sín­um. Þá beindi lögreglan þeim tilmælum til starfsfólks skemmtistað að fylgjast einnig vel með.