sudurnes.net
Rannsaka dreifingu á nektarmyndum og fjársvik á hinum ýmsu Facebook-síðum - Local Sudurnes
Árið 2018 var annasamt hjá lögreglunni á Suðurnesjum þegar kom að netglæpum, en nítján slík mál komu upp hjá embættinu samkvæmt ársskýrslu lögreglunnar. Netglæpir eru, í víðustu skilgreingu orðsins, þau brot sem framin eru með tilstuðlan internetsins. Þrjú málanna sem um ræðir eru svokallaðir svikapóstar (e: BEC -Business email compromise) þar sem óprúttnir aðilar hafa sent tölvupósta í nafni yfirmanns fyrirtækis til starfsmanns, sem hefur aðgang að fjármálum viðkomandi fyrirtækis, í þeim tilgangi að reyna að svíkja út fé. Ellefu mál sem varða fjársvik á netinu voru tilkynnt, meðal annars á bland.is eða á hinum ýmsu Facebook síðum. Eitt mál varðar áreiti á samfélagsmiðlum og jafnframt komu upp fjögur mál sem varða dreifingu á nektarmyndum. Meira frá SuðurnesjumCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðTrampólínin farin á flug í hvassviðri – Fólk hvatt til að ganga frá lausum munumMál gegn fyrrum yfirlögfræðingi lögreglunnar á Suðurnesjum fellt niðurHættuleg gatnamót við Hringbraut – Ljósin til en ekki fjármagnið til að setja þau uppMögulegt að fella ríkisstjórnina vegna HSSFyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum kvartar undan einelti lögreglustjóraÞetta fólk lætur bjórinn ekki fara til spillis… – Myndband!Færri en búist var við hafa sótt um frestun fasteignagjaldaReiði í Reykjanesbæ eftir að börn voru áreitt í strætóReykjanesbær birtir [...]