sudurnes.net
Rán í apóteki við Hringbraut - Tveir handteknir - Local Sudurnes
Lögregla handtók tvo einstaklinga um klukkan 22 í gærkvöld, vegna ráns sem framið var í apóteki við Hringbraut. Ránið var framið um kl. 18.30 í Apó­teki Suður­nesja á Hring­braut 99 í Reykjanesbæ. Lýsti lög­regl­an í kjöl­farið eft­ir manni í þverrönd­ótt­um bol og víðum galla­bux­um. Leitaði allt lög­reglulið um­dæm­is­ins að mann­in­um í gærkvöld. Lög­regl­an á Suður­nesj­um hefur lítið viljað tjá sig um ránið, ekki hefur verið gefið upp hverju var rænt og þá vildi lögregla ekki greina frek­ar frá þeim sem voru hand­tekn­ir eða hvernig hand­tök­urn­ar komu til. Á vef mbl.is er haft eftir lögreglu að maðurinn sem handtekinn var hafi verið vopnaður. Meira frá SuðurnesjumYfir milljón farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í júlíTilraun til að smygla unglingspilti til landsins enn í rannsóknReyna við Framsókn í stað Frjáls aflsTækifæri í ferðaþjónustu á Suðurnesjum – Hádegisfundur í EldeyStarfsfólk Krambúðar ausið lofi – “Þau eru æði!”“Það er ömurlegt að líða illa” – Magnús Þór Gunnarsson ræðir veikindi sínGrindavík semur við nokkra leikmennSuðurnesjaliðin halda áfram viðskiptum við HensonJafnt hjá KeflavíkHalda áfram með Látum okkur streyma