Nýjast á Local Suðurnes

Rán í apóteki við Hringbraut – Tveir handteknir

Lögregla handtók tvo einstaklinga um klukkan 22 í gærkvöld, vegna ráns sem framið var í apóteki við Hringbraut. Ránið var framið um kl. 18.30 í Apó­teki Suður­nesja á Hring­braut 99 í Reykjanesbæ. Lýsti lög­regl­an í kjöl­farið eft­ir manni í þverrönd­ótt­um bol og víðum galla­bux­um.

Leitaði allt lög­reglulið um­dæm­is­ins að mann­in­um í gærkvöld.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hefur lítið viljað tjá sig um ránið, ekki hefur verið gefið upp hverju var rænt og þá vildi lögregla ekki greina frek­ar frá þeim sem voru hand­tekn­ir eða hvernig hand­tök­urn­ar komu til. Á vef mbl.is er haft eftir lögreglu að maðurinn sem handtekinn var hafi verið vopnaður.