sudurnes.net
Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands - Local Sudurnes
Með jólin í hjarta mér er ný jólaplata úr smiðju Rakelar Páls og Gunnars Inga Guðmundssonar en söngkonan. Rakel Páls syngur öll fimm lög plötunnar, en hún gaf út lagið Jólaveröld vaknar eftir Gunnar Inga fyrir síðustu jól og ákváðu þau í ár að safna saman lögum og hnoða í jólaplötu um þessi jól. Okkur langaði til að gera plötu með nýjum íslenskum frumsömdum jólalögum og úr varð þessi notalega plata með fjórum lögum eftir GunnarInga og textum eftir Silju Rós Ragnarsdóttur, auk þess gerði Nína Richter texta við fyrsta lag plötunnar, Jólaveröld vaknar. Eitt laganna er sænskt jólalag eftir Sönnu Viktoriu Nielsen, Liselott Elisabeth Liljefjall og Joakim Ramsell en íslenskan texta gerði Gústaf Lilliendahl. Upptökur fóru fram í sumar og stóðu fram á haust, í Studíó Bambus og sá Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökur, segir í tilkynningu. Rakel heldur útgáfu/jólatónleika á Nauthól þann 21.desember næstkomandi kl 20:00 en með henni spila Gunnar Ingi, Birgir Þóris, Bent Marinós og Þorvaldur Halldórsson. Á dagskránni verða öll lög plötunnar ásamt uppáhalds jólalögum Rakelar. Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is. Rakel, sem syngur öll lög plötunnar, hefur lengi verið í tónlistarbransanum en allt saman hófst þetta með sigri í Söngkeppni Samfés [...]