Nýjast á Local Suðurnes

Rafrettur til vandræða í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Notkun rafretta hefur aukist mikið undanfarin misseri, jafnt hjá þeim sem hafa reykt venjulegar sígarettur og þeim sem aldrei hafa reykt. Verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu sagðist, í kvöldfréttum Rúv í gær, óttast að unglingar langt undir lögaldri þrói með sér nikótínfíkn, – jafnvel þeir sem aldrei hafa reykt venjulegar sígarettur.

Rafrettur hafa meðal annars hafa valdið ónæði í kennslustundum í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, þar sem brunabjöllur skólans hafa farið í gang, stundum oft á dag, vegna reyks sem kemur frá rafrettunum.

Þá hefur FFGÍR, samtök foreldrafélaga grunnskólana í Reykjanesbæ, séð ástæðu til að senda frá sér tilkynningu vegna notkunar unglinga á rafrettum, en í tilkynningunni segir meðal annars:

Heimili og skóli hefur verið að fá mörg símtöl um notkun ratretta. Efnin í vökvanum geta verið skaðleg. FFGÍR hvetur alla foreldra til að ræða þetta við börnin sín.

Nokkrir nemendur í FS hafa staðið fyrir utan íþróttahúsið og á fleiri stöðum nálægt Holtaskóla að nota rafrettur og sumir halda að þetta sé flott.

Börn sem byrja á þessu eru líklegri en önnur til að fara að reykja og prófa önnur efni.