sudurnes.net
Rafmagn tekið af í Sandgerði, Garði, á Ásbrú og í Höfnum aðfaranótt fimmtudags - Local Sudurnes
Vegna viðhaldsvinnu í aðveitustöð í Aðalgötu aðfaranótt fimmtudagsins 9. nóvember næstkomandi verða sveitarfélögin Sandgerði og Garður án rafmagns á meðan vinnu stendur. Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 24:00 (miðnætti) og komið á aftur eigi síðar en kl. 02:00. Samhliða vinnu í Aðalgötu þá verður jafnframt unnið í aðveitustöð á Ásbrú en sú vinna kallar einnig á rafmagnsleysi á Ásbrú og í Höfnum. Gera má ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 24:00 og rafmagn verði komið á aftur eigi síðar en kl. 06:00. Í tilkynningu biðst HS Orka velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum fyrirtækisins. Nánar inn á heima- og á Facebook síðu fyrirtækisins. Meira frá SuðurnesjumSkjálfti að stærð 4,7 á Reykjaneshrygg – Hægt að fylgjast með skjálftavirkni í rauntímaÞróttur í úrslit fótbolta.net mótsins eftir sigur á VíðiFramkvæmdaþing í Reykjanesbæ – Kynna helstu framkvæmdir ársinsÁfram lokað inn á gosstöðvarnar – Laga gönguleiðirStakk lögreglu af en skildi fullan bíl af þýfi eftirLoka fyrir aðgang að gosstöðvum vegna mengunarGrindvíkingar hvattir til að sækja um íbúðir að nýjuFjölgun atvinnutækifæra kynnt í beinniLokað fyrir vatn og rafmagn á ýmsum stöðum í Reykjanesbæ í dagNjarðvík á toppinn eftir sigur í markaleik – Jafnt í Garði